Poppkorn með hnetusmjöri og súkkulaði

Súkkulaði og hnetusmjör eru undirstaðan í þessari poppuppskrift.
Súkkulaði og hnetusmjör eru undirstaðan í þessari poppuppskrift. mbl.is/Femina

Á að poppa yfir góðri ræmu í kvöld? Hér er uppskrift að allt öðru en örbylgjupoppi. Hnetusmjör og súkkulaði eru undirstaðan að öðruvísi útgáfu af poppi sem þú hefur aldrei smakkað.

Poppkorn með hnetusmjöri og súkkulaði

  • 1 dl poppmaís
  • 1 msk. kókosolía
  • 2 msk. mjúkt hnetusmjör
  • 50 g dökkt súkkulaði
  • Salt

Aðferð:

  1. Hitið stóran pott með loki á miðlungs/háum hita. Setjið kókosolíuna í pottinn og nokkrar (kannski fjórar) maísbaunir, ekki allar, til að athuga hvort potturinn sé orðinn nægilega heitur. Munið að setja lokið á pottinn svo baunirnar poppist ekki upp úr.
  2. Ef potturinn er orðinn nægilega heitur, takið hann þá af hellunni og bíðið í 30 sekúndur.
  3. Setjið restina af maískornunum í pottinn og aftur á heita helluna. Eftir sirka eina mínútu ætti maísinn að byrja poppast.
  4. Þegar nokkrar sekúndur eru á milli poppa, slökkvið þá undir og takið pottinn af hellunni.
  5. Látið grófhakkað súkkulaðið og hnetusmjörið í pottinn og hristið til með lokinu á, þar til allt hefur blandast ágætlega saman.
  6. Dreifið salti yfir í lokin og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert