Grillað naan-brauð með parmaskinku og öðrum yndisauka

mbl.is/Ditte Ingemann

Það er fátt sem jafnast á við grillað nan-brauð með gúrme parmaskinku og osti. Þetta er alveg upplagt þegar lítill tími gefst til að elda kvöldmat og er svo glettilega bragðgott.

Grillað naan-brauð með fíkjum, blámygluosti og parmaskinku (fyrir 4)

  • 8 lítil eða 4 stór naan-brauð
  • 150 g mjúkur blámygluostur
  • 6 fíkjur
  • 200 g parmaskinka
  • 4 stilkar ferskt rósmarín
  • Ólífuolía
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Grillið naan-brauðin í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Takið þau af grillinu og setjið ost, fíkjuskífur, parmaskinku og hakkað rósmarín á brauðin og leggið aftur á grillið í sirka 3-4 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.
  2. Dreypið örlitlu af ólífuolíu yfir brauðin áður en þau eru borin fram og smávegis af salti og pipar. Ferskt salat er frábært meðlæti með þessum rétti.
Naan-brauð eru brjálæðislega góð á grillið með parmaskinku og blámygluosti.
Naan-brauð eru brjálæðislega góð á grillið með parmaskinku og blámygluosti. mbl.is/Ditte Ingemann
mbl.is