Matarmiklar og sætar kartöflur

mbl.is/The Food Club (.dk)

Þær eru ekki bara sætar heldur líka hollar! Sætar kartöflur eru fullar af orku og innihalda trefjar og önnur vítamín fyrir utan hvað þær smakkast vel. Hér er uppskrift að bökuðum fylltum kartöflum þar sem fetaostur og sólþurrkaðir tómatar slást í för með avókadói og sýrðum rjóma.

Sætar fylltar kartöflur

  • 4 stórar kartöflur
  • 75 g fetaostur
  • 20 sólþurrkaðir tómatar
  • 20 ólífur án steina
  • 4 vorlaukar
  • sítrónusafi
  • salt og pipar

Annað:

  • 4 msk sýrður rjómi
  • 1 avókadó, skorið í teninga
  • búnt af vætukarsa (má skipta út með ferskum kryddjurtum)

Aðferð:

  1. Leggið kartöflurnar í eldfast mót og stingið í þær með gaffli. Bakið á blæstri við 200° í 1,5 tíma, fer allt eftir stærðinni. Hakkið fetaost, sólþurrkaða tómata, ólífur og vorlauk fínt og blandið öllu saman – smakkið til með sítrónusafa, salti og pipar.
  2. Takið kartöflurnar úr ofninum þegar þær eru orðnar mjúkar og leyfið þeim aðeins að kólna. Skerið í kartöflurnar þannig að pláss sé fyrir fyllinguna. Leggið fyllinguna í og toppið með einni skeið af sýrðum rjóma, avókadói og vætukarsa.
mbl.is/TheFoodClub
Girnilegar og gómsætar kartöflur henta með öllum mat eða einar …
Girnilegar og gómsætar kartöflur henta með öllum mat eða einar og sér. mbl.is/TheFoodClub
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert