Tvö ný matarstell frá Bloomingville

Nýtt matarstell frá Bloomingville og ber nafnið NUGGA.
Nýtt matarstell frá Bloomingville og ber nafnið NUGGA. mbl.is/Bloomingville

Við elskum að sjá nýjungar fyrir eldhúsið. Eitthvað sem bæta má á „verð að eignast“ listann sem virðist lengjast og styttast eftir því hvað á vegi okkar verður.

Þeir sem vilja hlutina ekki of stílhreina ættu að skoða nýjan borðbúnað frá Bloomingville. NAOMI og NUGGA heita matarstellin þar sem annað er í ljósari kantinum og hitt er blátt með lifandi munstri og skemmtilegum skuggum.  

Blátt og dularfullt frá Bloomingville.
Blátt og dularfullt frá Bloomingville. mbl.is/Bloomingville
mbl.is