Algengustu mistökin þegar eldhúsið er tekið í gegn

Hér hefur verið vandað til verka. Sjáið hvað messing/brass bakgrunnurinn …
Hér hefur verið vandað til verka. Sjáið hvað messing/brass bakgrunnurinn (e. backsplash) gefur eldhúsinu vandað yfirbragð. Liturinn er geggjaður en ef maður vil breyta þá er hægt að mála herlegheitin.

Að taka eldhúsið í gegn og endurnýja það er stór og mikil framkvæmd. Bæði er hún kostnaðarsöm og krefst mikillar vinnu - og því er mikilvægt að vel sé vandað til verka. 

Þó eru nokkur misstök sem ansi margir gera sem rýrir gæði nýja eldhússins til muna. Hér kemur listinn og hann er það sem við myndum kalla skotheldur. 

1. Slæmt skipulag. Eldhús er fyrst og fremst vinnusvæði. Því þarf að vera gott vinnupláss hvort sem þú ætlar þér að elda í því daglega eða tvisvar á ári. Margir gleyma líka að hugsa út í hvernig það er að vinna í eldhúsinu. Er vaskurinn aðgengilegur? Er eldavélin við hliðina á ísskápnum? Allt eru þetta atriði sem þarf að hugsa vel og vandlega út í. Gott skipulag í eldhúsinu er gulli betra... bókstaflega!

2. Ekkert geymslupláss. Þetta er sjálfsagt það sem gleymist oftast enda er fólk sjaldnast að pæla í því þegar nýtt eldhús er skipulagt. Fólk reiknar með plássi fyrir það helsta en það gleyma margir plássinu sem þarf fyrir draslið sem fylgir. Og það fylgir... nema þið séuð með doktorspróf í mínímalisma þá er drasl sem fylgir! Drasl sem enginn reiknaði með en er í alla staði bráðnauðsynlegt. 

3. Gleyma eldhúsveggnum. Á ensku kallast þetta rými backsplash en ég hef aldrei fundið út hvað það kallast í íslensku. Þetta er veggurinn fyrir aftan innréttinguna - veggurinn sem við horfum alltaf á, veggurinn sem blasir við. Veggurinn sem við gleymum svo ansi oft. Sérfræðingarnir segja að hér sé lykilatriði að splæsa. Það er í lagi að spara að öllu leyti nema þessu. Ódýrar og óvandaðar flísar skyggja á annars vandað eldhús og skemma heildaráhrifin með öllu. 

Margir geyma geymsluplássi.
Margir geyma geymsluplássi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert