Gullostur í veislubúningi

mbl.is/Berglind Hreiðars

Þessi réttur ætti engan sannan ost-aðdáenda að svíkja enda inniheldur hann hreinræktað gúmmelaði sem gleður líkama og sál.

Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessum. Einfaldur, góður og klikkar ekki!

Gullostur í veislubúningi uppskrift

 • 1 stk Gullostur
 • 2 msk hunang
 • 2 msk maple sýróp
 • 2 msk púðursykur
 • 1 msk smjör
 • Börkur af ½ appelsínu
 • ¼ tsk kanill
 • ½ tsk salt
 • 50 gr saxaðar pekanhnetur
 • 25 gr þurrkuð gojiber

Aðferð:

 1. Setjið Gullostinn í lítið eldfast fat og hitið við 180°C í um 20 mínútur og útbúið sósuna á meðan.
 2. Setjið allt nema hnetur og ber í pott og náið upp suðunni og lækkið þá niður og leyfið að malla í um 4 mínútur. Hrærið þá söxuðum pekanhnetunum og þurrkuðu gojiberjunum saman við og mallið áfram í um 2 mínútur. Slökkvið þá á hellunni og leyfið þessu að liggja í pottinum þar til osturinn er tilbúinn.
 3. Hellið gúmelaðinu yfir ostinn þegar hann kemur úr ofninum og berið fram með góðu kexi eða baguette brauði.
mbl.is/Berglind Hreiðars
mbl.is