Brúðarterta Eugenie prinsessu til háborinnar fyrirmyndar

Kakan var að sjálfsögðu borin fram á konunglegum gullbakka.
Kakan var að sjálfsögðu borin fram á konunglegum gullbakka. mbl.is/Twitter

Eugine prinsessa gekk að eiga Jack Brooksbank í Lundúnum í dag við hátíðlega athöfn. Allt gekk að óskum og kjóllinn var fínn en það sem mestu máli skiptir er að sjálfsögðu kakan.

Birtar hafa verið myndir af herlegheitunum og er ekki annað að sjá en að vel hafi tekist til. Það er breski bakarinn Sophie Cabot sem á heiðurinn að kökunni sem var fimm hæða meistarastykki með súkkulaði og flauelisbragði. Þemað var haustið og voru litirnir til samræmis við það með appelsínugulum, rauðum, gulum og grænum laufblöðum. Auk þess var að finna upphafsstafi brúðhjónanna neðst á kökunni með gyllingu.

Í kökuna þurfti 400 egg, 53 pakka af ósöltuðu smjöri og um 15 kíló af hveiti. Rúmlega 20 kíló af sykri fóru í kökuna en miðað við magnið af vanillu sem fór í kökuna ætla ég að giska á að smjörkremið hafi verið vanillusmjörkrem. 

Smáatriðin eru rosaleg.
Smáatriðin eru rosaleg. mbl.is/Twitter
Kakan er sannarlega mikilfengleg.
Kakan er sannarlega mikilfengleg. mbl.is/Twitter
mbl.is/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert