Fyrsta bjórhótel í heimi hefur opnað

BrewDog Brewery hefur opnað fyrsta hótelið í heiminum inni í …
BrewDog Brewery hefur opnað fyrsta hótelið í heiminum inni í bruggverksmiðju. mbl.is/BrewDog Brewery

Hefur þig dreymt um að vakna í bruggverksmiðju, þá ekki eftir æsispennandi kvöld sem þig rétt svo rámar í? Þá er sá draumur að fara að rætast, því nú hefur í fyrsta sinn í heiminum hótel opnað inni í slíkri verksmiðju.

Hótelið er hluti af BrewDog Brewery, staðsett í Ohio og býður upp á 32 herbergi og þar af 8 svítur með útsýni yfir versksmiðjuna sjálfa. Á herbergjunum er bjórkrani með þeim bjór sem þú velur og einnig eru tveir ísskápar, einn í alrýminu og annar inn á baðherbergi – sem sagt enginn vökvaskortur meðan á dvölinni stendur.

Það er líka vert að nefna að það er að sjálfsögðu tekið á móti þér með einum ísköldum þegar þú tékkar þig inn á hótelið. Og ef þú vilt getur þú skellt þér í bjórbað, nudd eða spilað beer-pong á hótelgarðinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert