Danski sendiherrann fékk fyrsta jólabjórinn

Á myndinni sést Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar afhenda Evu …
Á myndinni sést Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar afhenda Evu Egesborg Hansen, danska sendiherranum, fyrsta kassann af Tuborg Jólabjórnum. mbl.is/aðsend mynd

Á undanförnum árum hefur sú hefð skapast að Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, afhendir danska sendiherranum fyrsta kassann af Tuborg-jólabjórnum áður en hann kemur á markað. Þessi hefð kemur til vegna J-dagsins svokallaða þegar Tuborg-jólabjórinn kemur opinberlega á bari, hótel og veitingastaði.

<span>J-dagurinn er alltaf haldinn hátíðlegur fyrsta föstudag í nóvember og klukkan 20:59. Ástæða tímasetningarinnar er sú að þegar jólabjórinn kom fyrst á markað í Danmörku árið 1981 seinkaði framleiðslunni með þeim afleiðingum að fyrsti bjórinn komst ekki á krana fyrr en klukkan 20:59. Á sama augnabliki féll fyrsti jólasnjórinn að því er fram kemur í fréttatilkynningu.</span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert