Svona losnar þú við óþolandi slímbletti

Eitt það alvinsælasta (og jafnframt það sem flestir foreldrar hata) er slím. Slím er á flestum óskalistum þessi misseri og því meira því betra. 

Flestir foreldrar átta sig á hvurslags óþrifnaðarskelfing það er og reyna allt hvað þeir geta til að afvegaleiða börnin til að ná athyglinni af slíminu með heldur döprum árangri. 

Ekki þarf að vafra lengi um lendur veraldarvefjarins til að átta sig á að óþrifnaðurinn af völdum slímsins er ekki bara fólginn í sýklum og drullu heldur skilur slímið eftir sig leiðindabletti. Þetta er sérstaklega algengt á mottum og teppum og því spyrja margir hvað sé til ráða. 

Besta leiðin gegn slími er edik. Sama hvort um er að ræða flík eða mottu skal ávallt fjarlægja allt auka slím. Síðan skal hella óblönduðu ediki á blettinn og láta liggja í smá tíma. Þvoið flíkina síðan samkvæmt venju en mottublettinn skal þurrka með handklæði og bletturinn mun hverfa. 

Slím er vinsælt leikfang hjá börnum nú um stundir.
Slím er vinsælt leikfang hjá börnum nú um stundir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert