Silfurverðlaun ungliðakokka í Þýskalandi

Daníel Rittweger tekur við verðlaunum úr hendi Andreas Beckers, forseta ...
Daníel Rittweger tekur við verðlaunum úr hendi Andreas Beckers, forseta þýska kokkalandssambandsins.

„Ég hef alltaf verið áhugasamur um matreiðslu og vann á kaffihúsum með námi um helgar og á sumrin. Ég fór í háskólanám í heimspeki þegar ég bjó í Belgíu en matreiðslan kallaði á mig, þannig að ég hætti í heimspekinni og hóf kokkanám.“

Þetta segir Daníel Rittweger, 24 ára kokkur, sem nýverið vann silfurverðlaun í ungliðakokkalandskeppni í Þýskalandi. Daníel hefur búið í Lettlandi, Þýskalandi, Japan, Belgíu og á Íslandi með föður sínum, Peter Rittweger, þýskum diplómat, og móður, Svanhvíti Valgeirsdóttur listakonu. Eftir að hafa unnið silfurverðlaunin í Þýskalandi flutti Daníel til Íslands og starfar nú í Veisluþjónustu Múlakaffis.

„Ég lærði á Michelin-veitingastaðnum Hotel Louis Jacob í Hamborg hjá sjónvarpskokkinum Tomas Martine og vann í eitt ár á Michelin-veitingastað í Belgíu hjá Thierry Theys, sem einnig er sjónvarpskokkur. Í ungliðakokkalandskeppninni fá bestu nemendur Þýskalands að keppa. Að vinna silfrið segir mér að það hafi verið rétt ákvörðun að læra kokkinn,“ segir Daníel og bætir við að það sé mikil áskorun að taka þátt í slíkri keppni.

Sjá samtal við Daníel í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »