Gestir í Smáralind fengu óvæntan glaðning

Það var einlæg gleði sem skein úr andlitum gesta í Smáralind um síðustu helgi sem fengu óvæntan glaðning úr risastórum jólakassa sem búið var að reisa. Þar fengu gestir að freista gæfunnar með því að ýta á sérstakan takka og jólagjafirnar sem streymdu úr jólakassanum voru ekki af verri endanum. 

„Við reistum rúmlega 6 fermetra jólakassa fremst í versluninni og fylltum hann af gjöfum fyrir fólk á öllum aldri,” segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, sem stóð að baki gleðigjörningnum. „Við höfum á undanförnum árum reynt að skapa jólastemningu í verslunum okkar og í ár fannst okkur tilvalið að láta gott af okkur leiða á sama tíma.“

Á meðal þess sem gestir nældu sér í voru bækur, leikföng, konfekt, snyrtivörusett, búsáhöld og ýmislegt fleira, þar á meðal sérútbúin 2,5 metra löng vínarbrauðslengja. „Jólasveinninn gaf fjölmargar jólagjafir sem allar fást í Hagkaup, nema þá kannski jólatréð, en það töldum við vera ómissandi hluta af þessu skemmtilega uppátæki,“ segir Gunnar.

Gestir létu ekki á sér standa og fjölmenntu í röð við kassann til að fá að ýta á takkann, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndbandi.

Langar raðir mynduðust hjá kassanum góða.
Langar raðir mynduðust hjá kassanum góða. mbl.is/
Þessar fengu 2,5 metra vínarbrauðslengju.
Þessar fengu 2,5 metra vínarbrauðslengju. mbl.is/
Þessi litla dama fékk draumabangsann sinn.
Þessi litla dama fékk draumabangsann sinn. mbl.is/
Glaðningarnir vöktu svo sannarlega lukku.
Glaðningarnir vöktu svo sannarlega lukku. mbl.is/
Aðstoðarmaður jólasveinsins lék á als oddi.
Aðstoðarmaður jólasveinsins lék á als oddi. mbl.is/
Ekki slæmt að fá eitt stykki jólatré.
Ekki slæmt að fá eitt stykki jólatré. mbl.is/
mbl.is