Heimagerðir íspinnar með súkkulaði og salthnetum

Það jafnast ekkert á við heimagerðan ís.
Það jafnast ekkert á við heimagerðan ís. mbl.is/Mainlifestyle.dk

Við erum ekkert hætt að gera vel við okkur þó að stærsta hátið ársins sé að líða hjá. Það má alltaf gleðja sig og aðra með heimagerðum íspinnum sem munu slá í gegn eins og gott lag með heitustu hljómsveit landsins. Því þessir pinnar eru ómótstæðilegir svo ekki sé minna sagt.

Heimagerðir íspinnar með súkkulaði og salthnetum (8 stk.)

 • 2 eggjarauður
 • 50 g sykur
 • 1 vanillustöng
 • ¼ tsk. salt
 • 2 dl rjómi
 • Íspinnaform

Annað:

 • 200 g mjólkursúkkulaði
 • 25 g salthnetur

Aðferð:

 1. Pískið eggjarauðurnar, sykur og kornin úr vanillustönginni þar til blandan verður ljós og létt. Saltið. Pískið rjómann og blandið honum varlega saman við eggjamassann.
 2. Hellið blöndunni í 8 íspinnaform og frystið í 1 tíma. Stingið pinnum í ísinn og setjið aftur inn í frysti í það minnsta 8 tíma eða yfir nótt.
 3. Takið ísinn varlega úr formunum og leggið á bökunarpappír. Setjið ísformin þó aftur inn í frysti á meðan.
 4. Hakkið súkkulaði og bræðið yfir vatnsbaði í skál. Hakkið salthneturnar smátt. Hellið súkkulaðinu í glas sem er nægilega breitt til að ísinn komist þar ofan í. Dýfið íspinnunum ofan í súkkulaðið og stráið hnetunum strax yfir áður en súkkulaðið nær að harðna.
 5. Setjið ísinn aftur inn í frysti í a.m.k. 1 klukkustund áður en hann er borinn fram.
mbl.is