Svona getur þú nýtt staka sokka

Stakir sokkar geta komið að góðum notum á heimilinu.
Stakir sokkar geta komið að góðum notum á heimilinu. mbl.is/Colourbox

Stakir sokkar eru algeng sjón á hverju heimili. Það er dulin ráðgáta sem við munum eflaust seint komast að hvar einstaka sokkar fela sig fyrir eða eftir þvott. En við höfum fundið nokkur stórgóð ráð hvernig nýta má staka sokka í hin ýmsu verk á heimilinu.

Pakkaðu skónum þínum inn í sokka þegar þú ferð utan. Hér þarf eflaust dálítið stóra sokka, en þeir munu ekki bara verja skótauið heldur líka allt annað sem þú ert að ferðast með í töskunni. Fátt er verra en skítugir skór óvarðir í ferðatösku.

Settu sokk utan um kústskaft og notaðu til að fjarlægja kóngulóarvefi í hornunum þar sem ekki er auðvelt að ná til.

Snilldarráð er að klæða höndina inn í rakan sokk og þurrka þannig af plöntum, nú eða af rimlagardínum.

Ertu að flytja til húsgögn? Mublur eiga til að rispa gólfið er við drögum þær eftir gólfinu og skilja eftir sig rákir. Sérstaklega þegar breytingaskeiðið hellist yfir mann og við dembum okkur í það verkefni að færa allt til á heimilinu, þá er gott að eiga nóg af stökum sokkum til að klæða stólfætur og annað í. Og breytingarnar verða leikur einn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert