Stærstu mistök sem þvottavélaeigendur gera

Góð þvottavél er gulli betri.
Góð þvottavél er gulli betri.

Öll erum við nokkuð flink að þvo þvott (svona flest okkar) en það eru ákveðin mistök sem við gerum flest og þau er nokkuð auðvelt að laga.

Í fyrsta lagi notum við yfirleitt töluvert of mikið af þvottaefni. Sama hversu meinlaus og lífræn þau kunna að vera þá er engu að síður algjör óþarfi að nota of mikið af þeim. 

Í öðru lagi erum við að þvo á of háum hita. Venjulegur fatnaður þarf bara 30 gráðu heitt vatn. Það er mikið meira en nóg. Slakaðu á hitanum, það fer betur með fötin.

Í þriðja lagi þarf ekki að þvo venjulegan meðalskítugan þvott í tvo klukkutíma. Á flestum þvottavélum er svokallað hraðaprógramm sem er miklu betur til þess fallið að þvo þvottinn. Oft eyðir slíkt prógram aðeins meiri orku en í mun skemmri tíma þannig að það er umhverfisvænna og fer betur með þvottinn.

Farið vel með flíkurnar, ekki ofþvo þær ef svo má að orði komast og hugsum um umhverfið. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert