Kendall Jenner beit í gulan Croc-skó

Kendall Jenner er tíður gestur í settinu hjá Jimmy Fallon.
Kendall Jenner er tíður gestur í settinu hjá Jimmy Fallon. mbl.is/youtube.com

Það er aldrei lognmolla í skemmtiþáttunum vestanhafs. Kendall Jenner mætti á dögunum til þáttastjórnandans Jimmy Fallon sem stýrir The Tonight Show, tekur á móti þekktum einstaklingum og fer oftar en ekki með þeim í leiki.

Kendall og Jimmy sátu að þessu sinni andspænis hvort öðru, fengu ýmist skó eða leikföng fyrir framan sig og áttu að giska og smakka hvort hluturinn væri ætilegur eða ekki. Útkoman var stórskemmtileg eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

mbl.is