Múffur sem enginn fær staðist

Of girnilegar múffur til að láta fram hjá sér fara.
Of girnilegar múffur til að láta fram hjá sér fara. mbl.is/Winnie Methmann

Þessar múffur eru of girnilegar til að vera sannar – þær innihalda kókosmjöl og bláber sem við fáum aldrei nóg af. Við leggjum til að prófa þessa uppskrift um helgina og koma fjölskyldunni á óvart með nýbökuðum kræsingum sem slegist verður um. Athugið að þetta er lítil uppskrift sem má auðveldlega stækka fyrir þá sem það vilja.

Múffur sem enginn fær staðist (6 stk.)

 • Sítróna
 • 1 vanillustöng
 • 100 g kókosmjöl
 • 40 g hveiti
 • Salt á hnífsoddi
 • 50 g smjör
 • 1 egg
 • 50 g sykur
 • 50 g frosin bláber
 • 6 pappa-muffinsform

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 150°. Rífið með rifjárni efsta lag á sítrónuberkinum.
 2. Skrapið innan úr vanillustönginni og blandið saman við sítrónubörkinn, kókosmjöl, hveiti og salt.
 3. Bræðið smjörið í potti og hellið út í kókosblönduna.
 4. Pískið egg og sykur saman í skál með þeytara þar til ljóst og létt. Setjið út í kókosblönduna með sleif og blandið því næst frosnu bláberjunum út í deigið.
 5. Setjið deigið í muffinsform og bakið í sirka 20 mínútur þar deigið verður gyllt á toppnum.
mbl.is