Villa í uppskrift hefði getað valdið stórslysi

Eyþór Árnason

Það er mikill ábyrgðarhlutur að halda úti matarvef og þá ekki síst þegar verið er að gefa lífsbreytandi ráð og uppskriftir. Því betur eru dyggir lesendur duglegir við að láta okkur vita ef prentvillur eru í uppskriftunum en þessi villa kom í ljós í kjötsúpu uppskrift frá 2010 og er svo svakaleg að undirrituð sprakk úr hlátri.

Um er að ræða forláta kjötsúpu uppskrift en ekki vildi betur til en svo að í stað þess að setja ætti 600 g af lambakjöti stóð að setja ætti 600 kíló.

Hér er um augljósa villu að ræða sem verður löguð. Við þökkum ötulum lesendum á samfélagsmiðlum fyrir aðstoðina. Uppskriftin hefur verið lagfærð og stórslysi afstýrt.

Hér sést villan vel ef að er gáð.
Hér sést villan vel ef að er gáð. mbl.is/skjáskot
mbl.is