Þessir veitingastaðir verða í Mathöllinni Höfða

Mathöll Höfða opnar formlega í næstu viku og ljóst er að margir eru spenntir fyrir því að fá mathöll á þetta svæði. Við spáum því að þetta muni hafa mikil áhrif veitingamenningu efri byggða borgarinnar en mathallir eru spennandi og umtalsvert fjölbreyttari kostur en áður hefur tíðkast.

Mathöll Höfða er staðsett á Bíldshöfða 9 og opnar föstudaginn 22. mars.

Veitingastaðirnir sem verða í Mathöll Höfða eru:

  • The Gastro Truck
  • Beljandi – bjórinn frá Breiðdalsvík
  • Indican
  • Svangi-Mangi
  • Culiacan – mexican grill
  • Hipstur
  • Wok On
  • Sætir snúðar
  • Flatbakan
mbl.is