Kokkar keppa í Hörpu

Keppnin Kokkur ársins 2019 fer nú fram í Hörpu og stendur hún fram á kvöld, eða þegar nýr kokkur ársins verður krýndur þar um kl 23 í kvöld.

Hægt verður að fylgjast með keppninni á Facebook-síðu keppninar frá klukkan 18 í beinni útsendingu.

Milli klukkan 13 og 18 eru allir velkomnir til að fylgjast með keppninni í Hörpu, en eftir það er aðeins opið fyrir veislugesti.

Keppendur eru:

               • Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski Matarkjallarinn
               • Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant
               • Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
               • Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
               • Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu


Fram kemur í tilkynningu, að sá sé hljóti nafnbótina Kokkur ársins sé besti kokkur landsins árið 2019. Hann hlýtur ennfremur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Matreiðslumaður norðurlanda 2020.

Verðlaunin eru ekki af verri endanum en í fyrstu verðlaun eru 300.000 krónur, í öðru sæti 100.000 krónur og í þriðja sæti er gjafabréf með Icelandair.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert