Missti stjórnina með orkudrykkjum og grænum baunum

Poki af grænum baunum kom við sögu í búðarhnupli.
Poki af grænum baunum kom við sögu í búðarhnupli. mbl.is/Scanpix

Orkudrykkir virtust vera hnuplara mikils virði nú á dögunum og hann missti stjórn á sér er komst upp um hann vera að stela.

Atburðurinn átti sér stað í versluninni Fakta í Kolind í Danmörku. Um er að ræða 36 ára gamlan karlmann sem til sást fylla poka af orkudrykknum Red Bull, sem hann svo huldi með boxer-nærbuxum. Maðurinn náði á kassa og ætlaði sér að borga fyrir einn frosinn baunapoka er öryggisvörður verslunarinnar sagðist hafa séð til hans í öryggismyndavélunum. Við það reiddist maðurinn og byrjaði að kasta orkudrykkjunum í átt að verðinum, öskraði og kastaði öllu því sem á vegi hans varð – þar á meðal frosnu baununum.

Í ljós kom að þetta var ekki fyrsti stuldur mannsins þar sem í bíl hans fundust um 300 dósir af Red Bull, bunki af matvörupokum og nokkrar nýjar boxer-nærbuxur. Eins fundust tvær númeraplötur sem var búið að tilkynna stolnar til lögreglu.

mbl.is/Dmitri Maruta
mbl.is