Moss Restaurant hælt í bresku pressunni

mbl.is/Moss

Breski vefmiðillinn The Week fer fögrum orðum um veitingastaðinn Moss sem er staðsettur í Bláa lóninu. Í umfjöllun um staðinn er talað um þróunina sem orðið hefur í veitingamennsku undanfarin ár; allt til þess sem í dag kallast ný-norræn eldamennska með þá René Redzepi og Claus Meyer á NOMA í broddi fylkingar.

Íslenska útgáfan af ný-norrænu eldamennskunni fer vel í blaðamann The Week sem hrósar staðnum og kokkum hans fyrir nálgunina auk þess að fara fögrum orðum um umhverfið. Afar skemmtileg umfjöllun í alla staði um hráefnið, áherslurnar, efnisvalið og tónana sem einkenna eldamennskuna.

Umfjöllum The Week

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert