Sex atriði sem fólk sem getur ekki borðað fisk tengir við

Ert þú ein/n af þeim sem þolir ekki fisk.
Ert þú ein/n af þeim sem þolir ekki fisk. mbl.is/femina.dk

Það er í alvörunni til fullt af fólki sem borðar ekki fisk og það á það sameiginlegt að eiga alla okkar samúð yfir því að geta ekki notið þessara lífsins lystisemda. Hér eru nokkur atriði sem fisk-hatarar tengja við.

Atriði sem þú ættir að tengja við ef þú borðar ekki fisk:

  • Þú ert staddur/stödd í veislu og það er verið að bera inn forréttinn. Eina sem þú hugsar er „vonandi ekki fiskur“ – en þú færð fisk á borðið og þarft að útskýra fyrir sessunautunum þínum að fiskur er ekki alveg þinn tebolli.
  • Þú situr með fólki sem raðar í sig humarhölum, rækjum og laxarúllum, en þú aftur á móti reynir að plokka í klettasalatið sem fylgdi með og vonar að það hafi ekki snert of mikið af fiskinum.
  • Augnablikið sem þú lætur vaða og smakkar vel eldaðan fisk sem kemur þér furðulega á óvart, því hann var bara nokkuð bragðgóður.
  • Þú ert sá eða sú sem tónar fljótt niður þá hugmynd að hittast á Fiskmarkaðinum um helgina.
  • Þú kannt að meta að sushi-veitingastaðir bjóði upp á prjóna til að meðhöndla matinn.
  • Að þú sért himinlifandi yfir þeim staðreyndum að þú getur fengið nægilegt magn af Omega-3 með mataræði. Það er ekki alveg það sama og að borða fisk en smakkast betur.
mbl.is