Svona heldur Eva Mendes kroppinum í toppformi

Eva Mendes er ein af þeim sem er í toppformi.
Eva Mendes er ein af þeim sem er í toppformi. mbl.is/Alexander Tamargo

Eva Mendes er ein af þeim sem eru alltaf í toppformi og nánast eins og hún hafi ekkert fyrir því. Drekkur vatn og stundar líkamsrækt, eeeen hún viðurkenndi þó á dögunum að það sé eitt páskanammi sem lætur hana missa alla stjórn á sjálfri sér.

Leikkonan fagra byrjar daginn á hrærðum eggjum og grófu ristuðu ...
Leikkonan fagra byrjar daginn á hrærðum eggjum og grófu ristuðu brauði. Hún segir að það sé gott að byrja daginn á réttu magni af próteini. mbl.is/Ethan Calabrese
Vatn, vatn og aftur vatn. Eva Mendes drekkur iðulega kaffibolla ...
Vatn, vatn og aftur vatn. Eva Mendes drekkur iðulega kaffibolla á morgnanna með kókosolíu og sykri en yfir daginn drekkur hún vatn og mikið af því. Hún segir að það vera leyndardóminn á bak við glóandi húð hennar. mbl.is/Instagram_evamendes
Hún heldur fast í hefðirnar og borðar sama hádegis- og ...
Hún heldur fast í hefðirnar og borðar sama hádegis- og kvöldmat á hverjum degi. Oftast lax og hrísgrjón eða kínóa með salati á hliðardisknum. Hún segist aldrei fá leið á mat, því matur að hennar mati er eins og bensín fyrir líkamann. mbl.is/Instagram_evamendes
Ef að leikkonan fræga er ekki að undirbúa sig fyrir ...
Ef að leikkonan fræga er ekki að undirbúa sig fyrir hlutverk eða stórviðburð þá hendir hún sér í ræktina þrisvar í viku, annars er hún að mæta allt að fimm sinnum í viku. mbl.is/Instagram_evamendes
Veikleiki Mendes liggur í þessu! Cadbury Creme Egg eru hennar ...
Veikleiki Mendes liggur í þessu! Cadbury Creme Egg eru hennar helsti veikleiki þegar kemur að súkkulaði. mbl.is/Flickr/owlpacino
Eva er ekki alveg samansaumuð í heilsu og hollustu því ...
Eva er ekki alveg samansaumuð í heilsu og hollustu því hún drekkur heila tvo gosdrykki á viku. mbl.is/Getty Images
mbl.is