Borðsiðir sem koma á óvart en eru frekar skemmtilegir

Í Kína ber höfði fisksins alltaf að snúa að elsta …
Í Kína ber höfði fisksins alltaf að snúa að elsta gestinum við matarborðið, annað þykir móðgun. mbl.is/Shutterstock

Þær eru misjafnar hefðirnar sem tíðkast hvað mat varðar úti í hinum stóra heimi. Hér eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir sem fæstir hafa sjálfsagt hugmynd um. 

Í Kína eru ákveðnir siðir er fiskur eða jafnvel heil önd er lögð á borð, því þá þarf andlit t.d. fisksins að snúa að elsta matargesti borðsins – annað er talið stór móðgun. 

Eins er fiskinum ekki snúið við til að komast að kjötinu á hinni hliðinni, sem okkur finnst vera rökrétt að gera. En sú hugmynd að beygja beinin á einn eða annan hátt er tákn um svik eða að þú snúir baki við einhverjum sem þú átt að vera tryggur.

Síðan er það stóra málið með að klára matinn. Við imprum á því við börnin okkar að klára matinn á disknum og hugsum til allra sem eiga um sárt að binda út um allan heim. En í Kína þykir það mikil ókurteisi að klára af disknum, því það bendir til þess að gestgjafinn hafi ekki skammtað þér nægilega mikinn mat og að þú sért enn þá svangur/svöng. Aftur á móti þykir það mikil móðgun að skilja eftir matarbita af máltíð í Japan eða á Indlandi, svo það er eins gott að kynna sér siði og venjur áður en maður leggur af stað í næstu heimsálfu.

Það eru ekki allir sammála um hvort maður eigi að …
Það eru ekki allir sammála um hvort maður eigi að klára af disknum eða ekki. mbl.is/Shutterstock
mbl.is