Tobba velur tíu brúðargjafir

Nýir litir frá Le Creuset voru kynntir nú á dögunum.
Nýir litir frá Le Creuset voru kynntir nú á dögunum. mbl.is/Le Creuset

Eins og alþjóð veit er hinn geðþekki gleðigjafi Tobba Marínós á leiðinni í hnapphelduna með haustinu og hefur undirbúningur fyrir viðburðinn verið mikill eins og gefur að skilja. Almennt er talað um að það taki heilt ár að undirbúa almennilegt brúkaup en eitt af því sem skiptir töluverðu máli er gjafalistinn góði því það er til siðs að mæta með gjöf á slíkar gleðisamkomur og þá er eins gott að vera með á hreinu hvað vantar í búið svo að gestirnir kaupi ekki bara eitthvað. Tobba tók saman það sem við köllum skotheldan brúðargjafalista sem inniheldur gripi sem ættu að endast brúðhjónunum um aldur og ævi.

Hrærivél  
Drottning allra brúðagjafa er hin eina sanna KitchenAid-hrærivél. Það er ástæða fyrir því að þessi elska hefur trónað á toppnum á brúðargjafalistum síðastliðna áratugi og gerir enn.  
Lita- og aukahlutaúrvalið hefur aldrei verið meira. Vinsælast er að gefa klassíska liti á borð við svarta, hvíta eða gráa vél en það má þó ekki útiloka hressari litina þar sem ekki er óalgengt að fólk skipti á vélum á þar til gerðum skiptisíðum og njóti þess að upplifa nokkra liti af hrærivélum í gegnum ævina. 
Verð frá 85.900 kr.

Steypujárnspottur með 30 ára ábyrgð  
Frönsku snillingarnir hjá Le Creuset vita svo sannarlega hvernig á að gera potta. Það er því ekki að undra að pottarnir eru meðal þeirra vinsælustu í heimi og svo fallegir að þeir sóma sér vel á hvaða borði sem er og virka á öllum tegundum af hellum. Pottarnir mega fara í bakarofn og á grill og henta sérstaklega vel til hægeldunar. Steypujárnssnúllurnar koma í öllum stærðum og gerðum. Svarti matti liturinn er sérstaklega vinsæll um þessar mundir sem og nýi liturinn chiffon pink.  
Verð frá 27.995 kr. 

KitchenAid-sódavatnstæki  
Fullkomin gjöf handa umhverfissinnuðum heilsupörum. Tækið gerir allt að 60 lítra af gosdrykk t.d. sódavatni með hverjum kolsýrukút. Minna plast, burður úr búðinni og sparnaður. Algjör snilld. Fæst í nokkrum litum.  
Verð 49.990 kr. 

Flippskál  
Ef brúðkaupshjónin eiga nú þegar hrærivél eða fá hana að gjöf er gaman að eiga auka skál. Bæði er það praktískt og skemmtilegt að geta sett flippskálina upp til að hressa upp á eldhúsið. 
Kitchenaid-hrærivélaskál. Verð 14.990 kr. 

Holmegard-vasi  
Gullfallegur og tímalaus vasi úr munnblásnu gleri. Vasinn er 34 cm. Ekki er verra að setja nokkrar greinar eða blóm í vasann svo hann er strax orðinn senuþjófur á gjafaborðinu.  
Verð 35.990 kr. 

Kay Bojesen-fuglar  
Kay Bojesen-tréfuglarnir eru ákaflega fallegir og koma bæði stakir og sem par sem nefnist ástarfuglar. Stöku fuglarnir eru stærri og fást í hinum ýmsu litum en hver litur hefur sitt nafn. 
Verð 10.650 krónur stakur stærri fugl en ástarparið er á 14.500 krónur. 

 
Georg Jensen Damask-rúmföt 
Hveitibrauðsdagarnir verða án efa ljúfir í þessum guðdómlegu rúmfötum frá Georg Jensen Damask. Góð rúmföt eru svo sannarlega ávísun á vellíðan. 
Verð 29.990 kr. settið. 

KitchenAid-töfrasproti  
Sprotinn góði kemur í tösku með öllum mögulegum fylgihlutum. Góður töfrasproti er gulls ígildi hvort sem á að þeyta, mylja, mauka, saxa eða hræra.  
Verð 27.995 krónur. 

Blomst-matarstellið  
Blomst-stell frá Royal Copenhagen kostar skilding en það má vel blanda því saman við hvítt ódýrara stell og og því gerir ekkert til þótt ekki séu til nema nokkrir hlutir til að byrja með. Til dæmis kemur mjög vel út að blanda köku/forréttadiskum saman við hvíta matardiska.  
Verð frá 9.590 krónum. 

Georg Jensen-vasar  
Cafu-línan frá Georg Jensen inniheldur tímalaus djásn. Í línunni er að finna vasa, kertastjaka og skálar úr gleri og ryðfríu stáli.  
Verð frá 7.790 – 27.950 krónum. 

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert