ÓX tilnefndur til Nordic Prize-verðlaunanna

Þráinn Freyr Vigfússon á Sumac og ÓX.
Þráinn Freyr Vigfússon á Sumac og ÓX. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á sunnudaginn verða Nordic Prize-verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Noregi. Verðlaunin eru veitt þeim norræna veitingastað sem þykir hafa skarað fram úr en fimm veitingastaðir hafa verið valdir úr hópi þúsunda og er íslenski veitingastaðurinn ÓX þar á meðal. 

Rene Redepzi á Noma var sá fyrsti til að hljóta verðlaunin en síðan hafa bestu veitingastaðir Skandinavíu fylgt í kjölfarið. 

Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi ÓX, segist að sjálfsögðu í skýjunum með að komast í úrslit keppninnar enda sé ÓX bæði ungur og lítill veitingastaður sem sé þarna að keppa við risa í faginu. Þetta komi ÓX enn frekar á matarkortið og hann sé afskaplega stoltur af sínu fólki. 

Þeir veitingastaðir sem tilnefndir eru í ár eru:

  • OX (Ísland)
  • Grøn (Finnland)
  • Frantzén (Svíþjóð)
  • Maaemo (Noregur)
  • Søllerød Kro (Danmörk)
mbl.is