Jenna birtir nýjan matseðil

mbl.is/Instagram

Ketó-drottningin Jenna Jameson er flutt til Havaí og fagnar enn góðu gengi á mataræðinu. Svo góðu reyndar að hún birti mynd af því sem kalla mætti ketó-kúlurass sem hún er hreint hæstánægð með. 

Hér birtir hún enn og aftur matseðil sem hægt er að leika eftir og sem fyrr vaknar hún snemma og fær sér kaffi með rjóma. Hún leyfir sér að finna til svengdar til klukkan ellefu en þá fær hún sér fjögur egg sem hún hrærir saman. Klukkan tvö finnur hún aftur til svengdar og fær sér þá salat sem hún setur kjúkling saman við. Klukkan sex er svo lokamáltíð dagsins en þá grillar hún steik en hún segist mikil kjötæta og uppáhaldssteikin hennar sé rib-eye. 

Þannig er matseðill dagsins hjá drottningunni sem virðist afar sátt við að vera flutt til Havaí. 

mbl.is