Langbesta guacamole uppskriftin

Þessi ídýfa er betri en allar aðrar sem þú hefur …
Þessi ídýfa er betri en allar aðrar sem þú hefur smakkað. mbl.is/Becky Hardin - The Cookie Rookie

Hér ber að kynna eina bestu guacamole-uppskrift sem sést hefur. Við sem elskum mexíkóskan mat getum ekki látið ídýfu sem þessa fram hjá okkur fara. Þessi er ein af þeim sem hægt er að japla á allan daginn ef því er að skipta.

Ídýfan sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara

 • ¼ bolli ferskt kóríander, saxað
 • 3 msk. hvítur laukur, marinn
 • ½ tsk. kosher-salt
 • 1 jalapenjo, smátt skorinn
 • 900 g avókadó
 • 2-3 msk. nýkreistur lime-safi
 • Tortilla-flögur
 • Tómatar, saxaðir til skrauts

Aðferð:

 1. Maukið saman 2 msk. kóríander, lauk, salti og jalapenjo.
 2. Bætið næst avókadó út í og lime-safa og maukið áfram saman. Bætið varlega kóríander út í.
 3. Smakkið til með salti og lime safa.
 4. Skreytið með söxuðum tómötum og berið fram með tortilla-flögum.
mbl.is/Becky Hardin - The Cookie Rookie
mbl.is