Flatbrauð með sætkartöflu- og fetafyllingu

Dásamlegt flatbrauð sætkartöflu- og fetafyllingu.
Dásamlegt flatbrauð sætkartöflu- og fetafyllingu. mbl.is/Spisbedre.dk

Þessi skemmtilega útfærsla af flatbrauði með fyllingu ber í raun nafnið „galette“ og minnir óneitanlega á böku en bakast þó ekki í formi. Deigið er einfaldlega lagt út á bökunarpappír á bökunarplötu, fyllingin smurð á og kantarnir lagðir inn að fyllingunni.

Flatbrauð með sætkartöflu- og fetafyllingu (fyrir 4)

  • 250 g fínt haframjöl
  • 1 egg
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. lyftiduft
  • ½ dl ólífuolía
  • ½ dl vatn

Fylling:

  • 200 g sætar kartöflur
  • 1 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar
  • 150 g fetaostur
  • 1 rósmarín stilkur

Aðferð:

  1. Setjið haframjölið í hakkara eða matvinnsluvél og myljið það mjög fínt niður. Skiljið rauðuna af egginu frá hvítunni.
  2. Blandið salti, lyftidufti og olíu í eggjahvítuna. Hellið blöndunni í haframjölið og blandið saman að deigi. Bætið við vatni, 1 msk. í einu þar til deigið hangir vel saman og er mjúkt.
  3. Rúllið deiginu út í ferning á milli tveggja arka af bökunarpappír. Takið efri pappírinn af og flytjið deigið yfir á bökkunarplötu. Geymið rauðurnar þangað til á eftir.

Fylling:

  1. Hitið ofninn á 200°C. Skrælið sætu kartöflurnar og skerið í mjög þunnar skífur. Veltið skífunum upp úr ólífuolíu og dreifið þeim yfir deigið í nokkrum lögum. Saltið og piprið. Brytjið fetaost yfir og stráið rósmarín yfir.
  2. Brjótið hliðarnar á deiginu inn og rétt yfir fylllingu – passið bara að það komi ekki göt í deigið. Penslið kantana með eggjarauðunni og stráið haframjöli yfir.
  3. Bakið í ofni í 30-40 mínútur þar til kantarnir eru stökkir og gylltir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert