Moomin lúxus-lakkrís kominn til landsins

mbl.is/

Moomin-aðdáendur geta nú fagnað ógurlega því kominn er í verslanir hérlendis sérlega girnilegur lakkrís sem ætti að gleðja alla sanna fagurkera og gúrmei-nagga.

Haupt Lakrits framleiðir og selur sætan og saltan lakkrís, súkkulaðihúðaðan lakkrís og lakkrísafurðir til baksturs og eldamennsku. Að baki Haupt Lakrits eru Christian Haupt og kona hans, en þau hafa verið lakkrís- og súkkulaðiáhugafólk í mörg ár. Árið 2012 hafði Christian áform um að hefja súkkulaðiframleiðslu en eftir frí á Íslandi árið 2013 skipti hann snarlega um skoðun og ákvað að einbeita sér að lakkrísnum.

Hægt er að kaupa lakkrísinn í eftirfarandi verslunum:

  • Þorsteinn Bergmann
  • Póley
  • Duka Kringlu
  • Duka Smáralind
  • Álfagull
  • Bast
  • Blómakot
mbl.is/
mbl.is/
mbl.is/
mbl.is/
mbl.is