Eldofninn fagnar 10 ára afmæli með stæl

Hjónin Ellert A. Ingimundarson og Eva Karlsdóttir ásamt sonum sínum …
Hjónin Ellert A. Ingimundarson og Eva Karlsdóttir ásamt sonum sínum tveim, Everti og Aroni Austmann.

Það er ekki á hverjum segir sem að veitingastaðir ná tíu ára aldri en hinn ástsæli veitingastaður Eldofninn í Grímsbæ fagnar þeim tímamótum í dag. 

Eldofninn var stofnaður árið 2009 af þeim Ellerti A. Ingimundarsyni og Evu Karlsdóttur sem standa enn vaktina en nú ásamt sonum sínum tveim, Everti og Aroni Austmann. 

Í tilefni afmælisins ætla þau að gefa eina plöntu fyrir hverja selda pítsu í dag og mun Skógræktarfélag Íslands sjá um að koma plöntunum í mold við Úlfljótsvatn og fóstra um ókomna tíð. 

Matarvefurinn óskar þeim innilega til hamingju með afmælið og hvetur sem flesta til að leggja góðu málefni lið í dag og fagna með þessum rótgróna fjölskyldustað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert