Ómótstæðileg tortillapizza með kartöflum

Þessi flatbaka er lygilega góð og kemur skemmtilega á óvart.
Þessi flatbaka er lygilega góð og kemur skemmtilega á óvart. mbl.is/Winniew Methmann

Uppskrift að ómótstæðilegri pizzu þar sem klassískum pizzabotni er skipt út með tortillakökum. Þunnum kartöfluskífum er dreift yfir ásamt mascarpone og fersku timían. Þessi er ævintýranlega góð og verður að smakkast. Það má að sjálfsögðu notast við venjulegan pizzabotn eða jafnvel flatbraut af ýmsum gerðum.

Ómótstæðileg tortillapizza með kartöflum

  • 8 kartöflur
  • 4 tortillakökur
  • 2 dl mascarpone
  • Handfylli ferkst rósmarín
  • Salt og pipar
  • 1 msk. ólífuolía
  • 30 g parmesan

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C. Skrælið kartöflurnar og skerið í mjög þunnar sneiðar en hér má notast við mandolinjárn.
  2. Smyrjið tortillakökurnar með mascarpone og dreifið kartöfluskífunum jafnt yfir. Dreifið rósmarín yfir og kryddið með salti og pipar. Dreypið einnig örlitlu af ólífuolíu yfir.
  3. Bakið pizzurnar í ofni í sirka 15 mínútur eða þar til kanturinn er orðinn stökkur og kartöflurnar ljósgylltar. Dreifið parmesan og rósmarín yfir og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert