Svona lítur kakan út

Eins og við sögðum ykkur frá er ein lengsta kaka Íslandssögunnar nú í Sóleyjargötu þar sem 75 ára lýðveldisafmæli verður fagnað í dag.

Kökuveislan hefst kl. 13.30 og eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er kakan stórglæsileg.

Um er að ræða súkkulaðiköku með saltkaramellu-rjómaostakremi og marsípanhjúp.

Það var svo sjálfur Jói Fel sem á heiðurinn að kökunni og hann var í miklu stuði enda full ástæða til.

Jói Fel breiðir yfir kökuna svo hún verði ekki fyrir ...
Jói Fel breiðir yfir kökuna svo hún verði ekki fyrir hnjaski eða fuglaárás. mbl.is/
Skjaldarmerkið er vígalegt á kökunni.
Skjaldarmerkið er vígalegt á kökunni. mbl.is
mbl.is