Verslun höfðar til blygðunarkenndar neytenda

Verslun nokkur hefur tekið upp á því nýmæli að bjóða eingöngu upp á vandræðalega plastpoka og reyna þannig að draga úr plastnotkun eftir að viðskiptavinir stóðu ekki undir væntingum.

Forsaga málsins er sú að verslunin, sem staðsett er í Kanada, var búin að reyna að rukka fyrir pokana og bjóst við að neytendur myndu eftir fjölnota pokum. Þegar sú tilraun bar ekki tilætlaðan árangur var ákveðið að höfða til blygðunarkenndar neytanda og merkja pokana með áletrunum á borð við Vörtuáburðarheildverslun Valla og Klámmyndaleigan.

Engum sögum fer af því enn hvort uppátækið hafi skilað árangri en viðskiptavinir eru sagðir skiptast í tvo hópa varðandi málið og eru fjörugar umræður í gangi á Facebook-síðu bæjarfélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert