30 ára afmæli KEA skyrs fagnað með nýjum umbúðum

Nýju umbúðirnar eru stílhreinar og fallegar.
Nýju umbúðirnar eru stílhreinar og fallegar. mbl.is/MS

Flestir Íslendingar þekkja KEA skyr enda hefur vanilluskyrið verið mest selda skyrið á íslenskum markaði undanfarin ár og þykir algjörlega ómissandi á mörgum heimilum. Í tilefni þess að 30 ár eru liðin síðan KEA skyr var sett á markað var ákveðið að gefa þessari íslensku skyrfjölskyldu andlitslyftingu og á næstu vikum mega neytendur jafnframt vænta þess að sjá spennandi nýjungar í hillum verslana, en þær verða kynntar hér á matarvefnum innan skamms. Allar tegundirnar eiga það sameiginlegt að vera með eindæmum bragðgóðar, þær eru prótein- og næringarríkar og að sjálfsögðu unnar úr hágæðahráefnum.

„Það sem einkennir nýjar umbúðir er stílhrein hönnun, fallegir litir og skýr skilaboð til neytenda. Við viljum auðvelda fólki að finna sitt uppáhaldsskyr og vekja athygli á eignleikum vörunnar, en um leið halda tryggð við einkennisliti hverrar bragðtegundar,“ segir Guðný Steinsdóttir markaðsstjóri.

Umbúðirnar eru hannaðar af auglýsingastofunni EnnEmm og þykir okkur þeim hafa tekist einstaklega vel til. Við bíðum spennt eftir að sjá hinar tegundirnar í vörulínunni þegar þær koma á markað og hlökkum til að smakka.

mbl.is