Geggjaður matur í gæsaveislu Tobbu

Tobba Marínósdóttir var gæsuð á dögunum.
Tobba Marínósdóttir var gæsuð á dögunum. mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir

Tobba Marínós og heitmaður hennar, Karl Sigurðsson, hyggjast ganga í hjónaband með haustinu og eins og er til siðs tóku vinkonur hennar sig saman og gæsuðu hana með pompi og prakt. 

Ýmislegt skemmtilegt var brallað yfir daginn og meðal annars farið í hljóðver og sungið inn lagið Mamma þarf að djamma en með nýjum texta úr smiðju þeirra Baggalútsmanna. Þótti söngurinn takast svo vel að töluverð pressa er nú á Baggalútsmönnum að gefa út þessa nýju útgáfu sem fjallar að mestu leiti um Tobbu og brúðkaupsundirbúninginn. 

Um kvöldið var svo boðið upp á veislumáltíð en það var Kjartan Óli Guðmundsson hjá pop-up veitingahúsinu Borðhaldi sem sá um matinn sem var algjörlega upp á tíu. Er það mál þeirra sem sem tóku þátti í veisluhöldunum að þetta hafi sannarlega verið veisla sem verður lengi í minnum höfð og því ljóst að brúðkaup þeirra Tobbu og Kalla í september verður saga til næsta bæjar. 

Borðskreytingarnar voru eins náttúrulegar og hugsast gat og komu einstaklega …
Borðskreytingarnar voru eins náttúrulegar og hugsast gat og komu einstaklega vel út. mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir
Í for­rétt var upp á grillað kína­kál með kræklingasmjöri og …
Í for­rétt var upp á grillað kína­kál með kræklingasmjöri og sultuðum rósa­blöðum. Smakkaðist stór­kost­lega mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir
Agnolotti pasta og parmaskinka með sæhvannar sósu voru meðal þess …
Agnolotti pasta og parmaskinka með sæhvannar sósu voru meðal þess sem prýddi aðal­rétt­inn. mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir
Eftirrétturinn samanstóð svo af skyr-hvítsúkulaði kremi, nýjum íslenskum jarðaberjum og …
Eftirrétturinn samanstóð svo af skyr-hvítsúkulaði kremi, nýjum íslenskum jarðaberjum og basil gellato. mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir
Tobba lék á alls oddi eins og hennar er von …
Tobba lék á alls oddi eins og hennar er von og vísa. mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir
mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir
mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir
mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert