Steikarsósurnar sem sagðar eru stórkostlegar

mbl.is/

Ef það er eitt­hvað sem við elsk­um þá eru það góðar sós­ur og nú hef­ur Hag­kaup sett á markað fjórar nýj­ar steik­arsós­ur sem sagðar eru stór­kost­leg­ar á bragðið.

Að sögn Stef­an­íu Ingvars­dótt­ur, hjá Hag­kaup var mik­il áhersla lögð á vönduð og góð hrá­efni. „Við erum með svart­an hvítlauk sem kem­ur ótrú­lega vel út og er virkilega spennadi hraéfni. Síðan erum við með hefðbundna hvítlaukssósu sem er algjörlega frábær. Í ít­ölsku sós­unni erum við að nota fjög­urra ára gaml­an par­mes­an sem er rif­inn úr heil­um par­mesanosti í sæl­kera­borðinu í Kringl­unni. Pip­arsós­an er blönduð úr þrem­ur teg­und­um af heil­um pip­ar­korn­um en þau Ólöf og Omry hjá Krydd­hús­inu sérunnu þá blöndu fyr­ir okk­ur. Við erum virki­lega ánægð með út­kom­una og viðtök­ur neyt­enda en ég hef ekki séð sam­bæri­leg­ar sós­ur á markaðnum,“ seg­ir Stef­an­ía um sós­urn­ar.

Viðtök­urn­ar hafa verið fram­ar björt­ustu von­um og ljóst er að sós­urn­ar eru akkúrrat það sem vantaði á markaðinn.

mbl.is/
mbl.is/
mbl.is/
mbl.is/
mbl.is