Salatið sem kemur öllum á óvart

Alveg ólýsanlega bragðgott salat.
Alveg ólýsanlega bragðgott salat. mbl.is/Howsweeteats.com

Þetta stórkostlega salat mun koma öllum á óvart sem smakka. Það er kallað „Bloody Mary tómatasalat“ þar sem það hefur öll bragðefni sem finnast í þeim frábæra drykk fyrir utan áfengið.

Salatið sem kemur öllum á óvart

Cheddar snakk:

 • 170 g hvítur cheddar, rifinn fínt niður

Tómatasalat:

 • 2 tómatar, skornir í bita
 • 4 plómutómatar, skornir til helminga
 • 1 bolli cherry tómatar, skornir til helminga
 • ½ bolli grænar ólífur, skornar til helminga
 • 1/3 bolli sellerí, saxað 

Dressing:

 • 4 tsk. sherrý edik
 • 1 skallottlaukur, smátt skorinn
 • 1 hvítlauksrif, merjað
 • 1 msk. tilbúin piparrót
 • 2 tsk. hunang
 • 1 tsk. Worcestershire sósa
 • 1 tsk. hot sósa
 • ½ tsk. dijon sinnep
 • ½ tsk. sellerí fræ
 • 1/3 bolli ólífuolía

Aðferð:

Cheddar snakk:

 1. Hitið ofninn á 200°C. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
 2. Rífið cheddar ostinn eins fínt niður og mögulegt er. Setjið 1 msk. af rifnum cheddar á bökunarplötunaog haldið áfram með restina af cheddar ostinum – að búa til litla klatta með sirka 2 cm millibili.
 3. Bakið stökkt í 5-6 mínútur, þar til gyllt á lit. Látið kólna. Notið spaða til að ná snakkinu af bökunarpappírnum.

Tómatasalat:

 1. Setjið niðurskornu tómatana í skál og saltið og piprið. Hristið vel saman og bætið ólífunum út í.
 2. Dreypið smávegis af dressingunni yfir og blandið saman. Smakkið til með meiri dressingu eftir þörfum.
 3. Toppið með sellerí laufum og bætið cheddar snakkinu út í eða berið fram með salatinu.
 4. Salatið geymist auðveldlega í kæli fram að næsta dag, fyrir utan snakkið.

Dressing:

 1. Pískið saman í skál, ediki, skallotlauk, hvítlauk, piparrót, Worchestershire, hunangi, hot sósu, sinnepi og sellerí fræjum. Hellið ólífuolíunni út í og hrærið stöðugt í á meðan.
 2. Gott er að leyfa dressingunni að taka sig í 15 mínútur áður en hún fer út á salatið.
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is