Er hægt að snúa álpappír vitlaust?

Álpappír er með tvær hliðar - matta og glansandi.
Álpappír er með tvær hliðar - matta og glansandi. mbl.is/iStockphoto

Þú hefur kannski ekki tekið eftir því, en á álpappír er önnur hliðin glansandi og hin mött – og það ekki að ástæðulausu. 

Sumir sérfræðingar segja að matta hliðin er örlítið betri í að taka við hita en sú sem glansar. Til dæmis ef þú pakkar inn bökunarkartöflu í álpappír í ofninn eða á grillið, þá sé hún hún fljótari að bakast ef matta hliðin snýr út á við. Það sé þó enginn stórmunur sé þar á ferð hvað tíma varðar.

Álpappírinn er ekki nema um 0,1 mm á þykkt og þar að leiðandi allt of þunnur til að renna í gegnum verksmiðjuvélarnar í framleiðslu. Því er hann lagður tvöfalt saman sem gerir það að verkum að önnur hliðin verður mött og hin glansandi.

Og þá af­hjúp­um við svarið við spurn­ing­unni: Skipt­ir máli hvernig papp­ír­inn snýr? Svarið er nei.

Ein­ung­is er um áferðarmun að ræða sem hef­ur ekk­ert að gera með virkni hans. Því geta les­end­ur Mat­ar­vefjar­ins hætt að velta þess­ari mik­il­vægu spurn­ingu fyr­ir sér og leikið sér með álp­app­ír­inn eins og þá lyst­ir. Hins veg­ar er hann ekk­ert sér­lega um­hverf­i­s­vænn og fólki því bent á að nota hann spar­lega og hafa í huga að álp­app­ír er ekki einnota.

mbl.is