Verður Emoji-snakk næsta æðið?

Hver yrði þinn uppáhalds biti?
Hver yrði þinn uppáhalds biti? mbl.is/Boxed Wholesale

Ef það vantaði eitthvað í líf okkar þessa dagana þá var það þetta hér – emoji snakk.

Boxed Wholesale hefur sett á markað litla snakkpoka sem innihalda ávaxtabita í laginu eins og uppáhalds emoji-myndirnar þínar. Allt frá einum gulum broskalli með stút á munn yfir í kúka-kallinn! 

Ávaxtabitarnir hafa hlotið gífurlega góðar viðtökur í Ameríku, og þeir inniheldur engin gerviefni né auka litarefni. En við erum að sjá túrmerik í innihaldslýsingunni og fjólubláa sæta kartöflu svo eitthvað sé nefnt.

Vinsældirnar eiga eflaust eftir að færast í aukanna þegar skólarnir byrja og við erum nokkuð viss um að þetta eigi eftir að slá vel í gegn, ekki bara hjá börnum heldur líka fullorðnum.

mbl.is/Boxed Wholesale
mbl.is