Besta næringarleyndarmál Jennifer Garner

Leikkonan Jennifer Garner.
Leikkonan Jennifer Garner. AFP

Jennifer Garner tók sér nokkra mánuði til að undirbúa sig líkamlega fyrir leik sinn í kvikmyndinni Peppermint. Í myndinni er Garner í einstaklega góðu líkamlegu formi og hefur hún verið dugleg að þakka næringarfræðingnum sínum, Kelly LeVeque, fyrir aðstoðina.

Hún segir jafnframt að mataræðið hafi verið tekið rækilega í gegn á þjálfunartímabilinu og að uppáhaldið hennar hafi verið morgundrykkurinn sem hún drakk daglega sem hún segir að hafa gert gæfumuninn.

Uppskriftin er ekki svo flókin:

Próteinbomba Jennifer Garner

  • 2 skeiðar collagen prótein duft
  • 1 msk. hörfræduft
  • 1 msk. chia fræ
  • 1 msk. möndlusmjör
  • 1 ½ bolli ósæt möndlumjólk
  • Handfylli af fersku spínati
  • Nokkrir ísmolar
  • 1/2 bolli af bláberjum

Aðferð:

Blandið saman í blandara og njótið.

Jennifer Garner vakti athygli fyrir massaða upphandleggsvöðva.
Jennifer Garner vakti athygli fyrir massaða upphandleggsvöðva. AFP
mbl.is