Maturinn sem Victoria Beckham borðar daglega

Victoria Beckham segist borða lax á hverjum degi.
Victoria Beckham segist borða lax á hverjum degi. mbl.is/AFP

Hin eina sanna Victoria Beckham greindi frá því í viðtali við The Edit að ein sé sú fæða sem hún borði á hverjum degi. Að sögn Beckham hefur hún átt í vandræðum með húðina á sér alla tíð en húðlæknirinn dr. Harold Lancer hafi ráðlagt henni að borða lax á hverjum degi. Hún segir að sér hafi í fyrstu þótt það undarlegt en dr. Lancer hafi fullyrt að það væri hægt að borða lax hvenær dags sem er.

Það eru omega-fitusýrurnar sem Beckham er að sækjast eftir en hún er mjög passasöm með hvað hún borðar. Hún vakni alla jafna klukkan sex á morgnana, stundi líkamsrækt (á heimili sínu), veki börnin, komi þeim í skólann og haldi svo áfram að gera æfingar. Eftir það fari hún í vinnuna. Þetta segir hún að komi líkamanum í gang og tryggi að líkami hennar sé í stakk búinn fyrir daginn.

Brooklyn, Cruz, Victoria Beckham, Harper og Romeo. Fyrir aftan fjölskylduna …
Brooklyn, Cruz, Victoria Beckham, Harper og Romeo. Fyrir aftan fjölskylduna stendur David Beckham. Skjáskot Instagram
mbl.is