Svona nærðu húsinu hreinu á mettíma

Taktu frá 1 klukkutíma í þrif og heimilið mun þakka …
Taktu frá 1 klukkutíma í þrif og heimilið mun þakka þér fyrir. mbl.is/iStockphoto

Flest okkar keppast við tímann daglega til að komast yfir öll helstu verkefni dagsins. En hér er listi yfir hvernig þú getur komið heimilinu í réttar skorður og þrifið það hátt og lágt eftir tímaplani á einum klukkutíma. Passið bara að láta ekki óvænt símtöl eða hlaupandi krakkaorma trufla verkið.

15 mínútur: Þurrka af
Notið microfiber-klút til að þurrka léttilega af og ekki bleyta hann. Blautur klútur skilur yfirleitt eftir sig ryk og rákir.

10 mínútur: Baðherbergið
Færið ykkur inn á baðherbergi og sprautið hreinsiefni á sturtuna og handvaskinn. Hreinsið klósettið og pússið spegilinn. Notið því næst svamp og nuddið léttilega blöndunartækin í sturtunni og handvaskinn og skolið.

8 mínútur: Eldhúsið
Þurrkið alla sjáanlega bletti á borðum og skápum – jafnvel strúka yfir ísskápinn og ofninn.

20 mínútur: Ryksuga
Takið ykkur góðan tíma og ryksugið yfir gólfið. Farið vel í hornin á hverju rými fyrir sig.

7 mínútur: Blettir á gólfi
Þegar þú hefur ryksugað skaltu þurrka með rökum klút alla þá bletti (ef einhverjir eru) á gólfinu.

mbl.is/iStockphoto
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert