Á reikningnum stóð „gamalt fólk“

Það var á þessu hóteli, Riverside, sem atvikið átti sér …
Það var á þessu hóteli, Riverside, sem atvikið átti sér stað. mbl.is/Times and Star/SWNS

Hjón á besta aldri urðu sármóðguð eftir að hafa rýnt í reikning frá hóteli sem þau heimsóttu.

Phyllis og Robert Hidden voru á ferðalagi og heimsóttu Riverside-hótelið í Kendal í Cumbria. Þau stoppuðu í mat og drykk og báðu svo um reikninginn. Rétt fyrir ofan upphæðina stóð með hástöfum „OLD PEOPLE“, þar sem annars ætti að standa borðnúmer.

Þau tóku ekki eftir þessu fyrr en heim var komið og sárnaði mjög og hringdu á hótelið til að kvarta. Það leið mánuður þar til yfirmaður frá hótelinu hringdi til baka og baðst afsökunar en búið var að tala við starfsfólkið á staðnum og séð til þess að slíkt kæmi aldrei fyrir aftur.

mbl.is/Times and Star/SWNS
mbl.is/Times and Star/SWNS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert