Skólasnakkið sem allir krakkar elska

Banana-sushi er það vinsælasta á Pinterest.
Banana-sushi er það vinsælasta á Pinterest. mbl.is/cleanfoodcrush.com

Nú byrja allir foreldrar landsins að fletta upp stórsniðugum nestishugmyndum til að auka fjölbreytnina. Hér kynnum við til leiks bráðhollt krakka-snakk sem allir munu elska – líka fullorðnir. Banana-sushi er eitt mest skoðaða efnið á Pinterest í dag og hér fyrir neðan má sjá nokkrar útfærslur af slíku.

Við tökum þó fram að mögulega er nutella og dökkt súkkulaði bannað í flestum skólum en fallegt er það engu að síður.

„Beisik“ banana-sushi
Hér þarf einungis tortillaköku, hnetusmjör, banana og beittan hníf til að skera í sneiðar. Þá má einnig nota nutella þegar gera á vel við sig.

Bananamorgunverðar-sushi
Krakkarnir munu rjúka á fætur ef þeir fá þetta í morgunmat. Skerðu bananana í bita og helltu jógúrt yfir – stráðu svo kókosflögum, múslí eða góðu morgunkorni yfir.

Pistasíubanana-sushi með chia-fræjum
Þessi útgáfa á kannski betur við eldri kynslóðina. Smyrðu banana með uppáhaldshnetusmjörinu þínu og toppaðu með chia-fræjum og söxuðum pistasíuhnetum.

Dökka súkkulaðiútgáfan
Þetta má auðveldlega nota sem eftirrétt. Dýfðu banana í bráðið dökkt súkkulaði og stráðu kókosflögum eða söxuðum hnetum yfir. Skerðu svo í bita.

Banana-sushi með hnetusmjöri og Rice crispies.
Banana-sushi með hnetusmjöri og Rice crispies. mbl.is/Pinterest
mbl.is