Svona gerir þú heimalagað pasta

Heimagert pasta er auðveldara en þú heldur í framkvæmd.
Heimagert pasta er auðveldara en þú heldur í framkvæmd. mbl.is/Colourbox

Það er dásamlegt að dunda sér við það að útbúa sitt eigið pasta í eldhúsinu heima. Marcato stendur á bak við hina upprunalegu pastamaskínu en það þurfa ekki allir að eiga slíka vél til að búa til heimagert pasta því kökukeflið getur komið þér ansi langt. 

Svona gerir þú heimalagað pasta

 • 400 g Tipo 00-hveiti
 • 4 egg
 • salt á hnífsoddi
 • 1 tsk. ólífuolía

Aðferð:

Deigið:

 1. Setjið deigið á borðið og mótið litla holu fyrir miðju. Sláið eggin út í miðjuna ásamt saltinu. Notið gaffal til að blanda eggjunum vel saman við hveitið.
 2. Notið hendurnar til að hnoða deigið slétt og fínt. Ef deigið er of þurrt, bætið þá vatni saman við, deigið má ekki vera of þurrt og ekki of klístrað.
 3. Látið standa í ísskáp í 20-30 mínútur.

Pastaplötur:

 1. Skiptið deiginu í tvo hluta og fletjið hlutana út með lófanum áður en þið byrjið að rúlla deigið út.
 2. Byrjið að rúlla út frá miðjunni og út til hliðanna. Rúllið deigið þar til það verður næstum eins og pappír á þykktina. Pastað tvöfaldar sig þegar það er soðið.
 3. Passið bara að það sé alltaf nóg af hveiti á borðinu og á keflinu. Skerið deigið í strimla með beittum hníf.
 4. Sjóðið pastað í 3-4 mínútur í léttsöltu vatni.
Marcato er fyrsta pastavélin sem kom á markað og er …
Marcato er fyrsta pastavélin sem kom á markað og er enn í sölu í dag. mbl.is/Hskjalmp.dk
mbl.is