Syndsamlega einfaldur eftirréttur

mbl.is/Hanna Þóra
Eftirréttir ættu að vera miklu oftar á borðum. Þessi eftirréttur er með þeim einfaldari og ekki er verra að hann er líka mjög góður. Það er Hanna sem á þessa girnilegu uppskrift en matarbloggið hennar er hægt að nálgast HÉR.
„Ef það leynast ennþá rifsber á runnunum í garðinum eða í frystinum er upplagt að nota þau. Mér finnst rifsber og hindber vera besta blandan en annars má nota þau ber sem hverjum og einum finnst best. Enn og aftur er ég að prófa mig áfram með leirpottana mína en að sjálfsögðu má nota annað ílát sem þolir að fara í ofninn.“
Syndsamlega einfaldur eftirréttur

 • 1 dl haframjöl
 • 1 dl púðursykur
 • 1 dl hveiti
 • 70 g smjör
 • Rúmlega ½ tsk. saltflögur
Ofan á
 • 3 – 3½ dl fersk eða frosin blanda af rifsberjum og hindberjum (eða einhver önnur ber)
 • 1½ dl hvítar súkkulaðiperlur

Ofninn hitaður í 175°C (blástursstilling).

Í botninn: Allt sett í skál og blandað saman með fingrunum. Blandan sett í eldfast mót eða leirpott.

Ofan á:

 • Berjum dreift yfir og síðan hvíta súkkulaðinu
 • Sett inn í ofn í 30-35 mínútur.
 • Skreytt með ferskum berjum.
 • Borið fram volgt með þeyttum rjóma og/eða ís.
mbl.is/Hanna Þóra
mbl.is/Hanna Þóra
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »