108 ára ljóstrar upp leyndarmáli langlífis

Dorothy elskar kampavín eins og sjá má.
Dorothy elskar kampavín eins og sjá má. Ljósmynd/Facebook

Við vissum það! Samkvæmt hinni 108 ára eldhressu Dorothy Flowers í Bretlandi er lykillinn að langlífi fólginn í mataræðinu. Maður er jú það sem maður borðar.

Og með hverju mælir Dorothy? Súkkulaði og kampavíni. Dorothy gerir vel við sig þá sjaldan sem hún getur og vill meina að það sé allra meina bót og ástæða þess að hún er enn sprellifandi.

Það voru starfsmenn hjúkrunarheimilisins þar sem Dorothy dvelur sem birtu mynd af henni á samfélagsmiðlum og skoruðu á fólk að senda henni afmæliskort í tilefni áfangans. Alls bárust 670 kort og hefur Dorothy sjaldan verið hressari.

Ljósmynd/skjáskot
mbl.is