Bestu kaffibarirnir í Köben

Kaupmannahöfn er yndisleg borg og býður upp á marga fjölbreytta …
Kaupmannahöfn er yndisleg borg og býður upp á marga fjölbreytta kaffibari. mbl.is/roughguides.com

Það eru eflaust einhverjir sem ætla að skella sér í aðventuferð til Köben og þá er gott að trítla inn á góðan kaffibar og fá sér rjúkandi heitan bolla. Hér eru nokkrir sem eru vel þess virði að heimsækja.

Orginal og persónulegt eru einkunnarorð Kafferiet. Huggulegt umhverfi og kaffið …
Orginal og persónulegt eru einkunnarorð Kafferiet. Huggulegt umhverfi og kaffið kemur í skrautlegum bolla. Kafferiet er fyrsti kaffibarinn í Danmörku sem bauð upp á kaffi to-go. Staðurinn er staðsettur við Esplanaden, Kongens Have, Christianshavn, Ægirsgade og Ryesgade. mbl.is/Instagram
Ingolfs kaffibar er falin perla á Amager. Hér kemur lókalinn …
Ingolfs kaffibar er falin perla á Amager. Hér kemur lókalinn og eins fólk lengra að til að njóta kaffibollans í heimilislegu umhverfi. Stundum eru litlir tónleikar á staðnum og maturinn á staðnum er einnig upp á tíu. mbl.is/Instagram
Coffee Collective framreiðir kaffi í hæsta gæðaflokki. Þau rista allar …
Coffee Collective framreiðir kaffi í hæsta gæðaflokki. Þau rista allar baunirnar sjálf og óhætt að segja að þau dekstri við hvern og einn kaffibolla sem er afgreiddur. Þú finnur kaffihúsið í Torvehallerne, Indre By, Frederiksberg og Nørrebro. mbl.is/Instagram
Original Coffee er keðja af kaffibörum sem þú finnur á …
Original Coffee er keðja af kaffibörum sem þú finnur á átta mismunandi stöðum í Kaupmannahöfn – þar á meðal uppi á þaki í Illums, með útsýni yfir borgina. mbl.is/Instagram
Á Minas þarftu ekki að fá áhyggjur af því að …
Á Minas þarftu ekki að fá áhyggjur af því að borga mikið fyrir bollann. Staðinn er að finna á Nørrebrogade og þar er pláss fyrir alla. mbl.is/Instagram
Alvörukaffiunnendur ættu ekki að láta þennan fram hjá sér fara. …
Alvörukaffiunnendur ættu ekki að láta þennan fram hjá sér fara. Í Kødbyen finnur þú Prolog Coffee Bar þar sem allt byrjar á góðum kaffibolla. Staðurinn var kosinn „Byens Bedste Kaffe 2019“ af Aok. mbl.is/Instagram
Þessi verður að prófast! Andersen & Maillard er heimsóknarinnar virði …
Þessi verður að prófast! Andersen & Maillard er heimsóknarinnar virði þar sem kaffi og bakkelsi taka höndum saman. Hér er hið margrómaða kanilgljáða crossiant á boðstólnum. mbl.is/Instagram
mbl.is