Bestu kaffibarirnir í Köben

Kaupmannahöfn er yndisleg borg og býður upp á marga fjölbreytta ...
Kaupmannahöfn er yndisleg borg og býður upp á marga fjölbreytta kaffibari. mbl.is/roughguides.com

Það eru eflaust einhverjir sem ætla að skella sér í aðventuferð til Köben og þá er gott að trítla inn á góðan kaffibar og fá sér rjúkandi heitan bolla. Hér eru nokkrir sem eru vel þess virði að heimsækja.

Orginal og persónulegt eru einkunnarorð Kafferiet. Huggulegt umhverfi og kaffið ...
Orginal og persónulegt eru einkunnarorð Kafferiet. Huggulegt umhverfi og kaffið kemur í skrautlegum bolla. Kafferiet er fyrsti kaffibarinn í Danmörku sem bauð upp á kaffi to-go. Staðurinn er staðsettur við Esplanaden, Kongens Have, Christianshavn, Ægirsgade og Ryesgade. mbl.is/Instagram
Ingolfs kaffibar er falin perla á Amager. Hér kemur lókalinn ...
Ingolfs kaffibar er falin perla á Amager. Hér kemur lókalinn og eins fólk lengra að til að njóta kaffibollans í heimilislegu umhverfi. Stundum eru litlir tónleikar á staðnum og maturinn á staðnum er einnig upp á tíu. mbl.is/Instagram
Coffee Collective framreiðir kaffi í hæsta gæðaflokki. Þau rista allar ...
Coffee Collective framreiðir kaffi í hæsta gæðaflokki. Þau rista allar baunirnar sjálf og óhætt að segja að þau dekstri við hvern og einn kaffibolla sem er afgreiddur. Þú finnur kaffihúsið í Torvehallerne, Indre By, Frederiksberg og Nørrebro. mbl.is/Instagram
Original Coffee er keðja af kaffibörum sem þú finnur á ...
Original Coffee er keðja af kaffibörum sem þú finnur á átta mismunandi stöðum í Kaupmannahöfn – þar á meðal uppi á þaki í Illums, með útsýni yfir borgina. mbl.is/Instagram
Á Minas þarftu ekki að fá áhyggjur af því að ...
Á Minas þarftu ekki að fá áhyggjur af því að borga mikið fyrir bollann. Staðinn er að finna á Nørrebrogade og þar er pláss fyrir alla. mbl.is/Instagram
Alvörukaffiunnendur ættu ekki að láta þennan fram hjá sér fara. ...
Alvörukaffiunnendur ættu ekki að láta þennan fram hjá sér fara. Í Kødbyen finnur þú Prolog Coffee Bar þar sem allt byrjar á góðum kaffibolla. Staðurinn var kosinn „Byens Bedste Kaffe 2019“ af Aok. mbl.is/Instagram
Þessi verður að prófast! Andersen & Maillard er heimsóknarinnar virði ...
Þessi verður að prófast! Andersen & Maillard er heimsóknarinnar virði þar sem kaffi og bakkelsi taka höndum saman. Hér er hið margrómaða kanilgljáða crossiant á boðstólnum. mbl.is/Instagram
mbl.is